mold.is | Fjölæringar – gróðursetning og umhirða
7359
single,single-post,postid-7359,single-format-standard,ajax_fade,page_not_loaded,,wpb-js-composer js-comp-ver-4.1.2,vc_responsive
 

Blog

BentM-CRW_3052-2

Fjölæringar – gróðursetning og umhirða

  |   Fróðleikur

Áður en fjölærar jurtir eru gróðursettar verður að undirbúa beðið vel með því að stinga það upp, losa um og hreinsa moldina og blanda hana með ferskir mold eða lífrænum áburði niður á 30 til 40 sentímetra dýpi.

Gæðamold hentar fyrir flestar tegundir fjölærra plantna nema þær sem kjósa súran áburð. Fyrir þær er betra að velja Grjóthreinsaða mold og jafnvel sýra hana lítillega með brennisteini eða barrnálum.

Fallegt er að raða fjölæringunum í beð eftir lit og blómgunartíma þannig að eitthvað sé í blóma frá vori og fram á haust.

Hæfilegt bil milli plantna er breytilegt eftir fyrirferð þeirra og getur verið frá nokkrum sentímetrum og upp í rúman metra. Miða má við að plöntur sem eru 10 til 30 sentímetrar á hæð sé plantað með 15 til 25 sentímetra millibili. 30 til 60 sentímetra háar plöntur þurfa 25 til 60 sentímetra millibil og plöntur sem eru 60 til 100 sentímetra háar veitir ekki af 50 til 100 sentímetra millibili eða meira.

Sé jarðvegur í beðinu frjósamur nægja 40 til 50 grömm af alhliða garðáburði á hvern fermetra fyrrihluta sumars og hálfur skammtur í lok júlí. Hnefafylli af lífrænum áburði yfir beði annað hvert ár er einnig til bóta og gott er að raka hann niður.

Höf. Vilmundur Hansen
Vilmundur Hansen er garðyrkjufræðingur og þjóðfræðingur, hann starfaði sem verktaki í garðyrkju í mörg ár og starfar í dag sem blaðamaður og ráðgjafi í garðyrkju.
Vilmundur er höfundur bókanna Garðurinn allt árið og Árstíðirnar í garðinum.