mold.is | Kartöflugarðurinn
7357
single,single-post,postid-7357,single-format-standard,ajax_fade,page_not_loaded,,wpb-js-composer js-comp-ver-4.1.2,vc_responsive
 

Blog

Kartöflugarðurinn

  |   Fróðleikur

Æskilega dýpt kartöflubeða er 20 til 25 sentímetrar en við niðursetningu skal stinga kartöflunum 4 til 8 sentímetra niður í jarðveginn.

Best er að rækta kartöflur í sandblendnum moldarjarðvegi (70% mold og 30% vikursandur) vegna þess hve snemma hann hitnar á vorin. Gott er að sýra jarðveginn lítillega með brennisteini til að draga úr kartöflukláða. Ekki skal setja niður kartöflur fyrr en jarðvegshiti hefur ná að minnsta kosti 5°C.

Hæfilegt magn af útsæði er um 2,5 kíló í 10 fermetra og hæfilegt bil á milli útsæðisins er 25 til 30 sentímetrar og 50 til 60 sentímetrar á milli raða.

Nauðsynlegt er að láta kartöflur spíra inni áður en þær eru settar niður en góð lengd á spírum er einn til tveir sentímetrar. Við góðar aðstæður, birtu og 12 til 15°C, tekur 4 til 6 vikur fyrir kartöflurnar að spíra.

Ef notaður er tilbúinn áburður dugar 1 til 11/2 kíló á 10 fermetra og best er að gefa áburðinn í þremur til fjórum skömmtun yfir vaxtatímann.

Höf. Vilmundur Hansen
Vilmundur Hansen er garðyrkjufræðingur og þjóðfræðingur, hann starfaði sem verktaki í garðyrkju í mörg ár og starfar í dag sem blaðamaður og ráðgjafi í garðyrkju.
Vilmundur er höfundur bókanna Garðurinn allt árið og Árstíðirnar í garðinum.