mold.is | Matjurtagarðurinn
7365
single,single-post,postid-7365,single-format-standard,ajax_fade,page_not_loaded,,wpb-js-composer js-comp-ver-4.1.2,vc_responsive
 

Blog

BentM-IMG_1370-2

Matjurtagarðurinn

  |   Fróðleikur

Auka má uppskeruna í matjurtagarðinum með því að lyfta beðunum upp um 20 til 30 sentímetra. Upphækkuð beð hitna fyrr og það eykur uppskeruna. Hæfileg breidd á beði er einn metri. Jarðvegur í matjurtareitnum þarf að vera hæfilega blanda af mold og sandi og yfirleitt þarf að blanda hann með lífrænum áburði og kalki til að bæta hann. Gæðamold hentar því prýðilega fyrir matjurtagarðinn.

Nauðsynlegt er að forrækta flestar tegundir matjurta inni í 6 til 8 vikur áður en þær eru settar út. Kjörhiti við spírun er 18 til 20°C en 10 til 17°C við áframræktun. Þeir sem ekki hafa áhuga eða aðstöðu til að forrækta sínar plöntur sjálfir geta keypt þær tilbúnar til gróðursetningar í gróðrarstöðvum.

Yfirleitt er matjurtum plantað út um mánaðarmótin Maí og Júní en útplöntunnar tími er háður því að jarðvegurinn sé orðin 6°C að lágmarki. Sé miðað við 10 fermetra garð skal gefa um 1 kíló af alhliða áburði eins og blákorni og þrífossfati um miðjan Maí og hálft kíló mánuði síðar.

Höf. Vilmundur Hansen
Vilmundur Hansen er garðyrkjufræðingur og þjóðfræðingur, hann starfaði sem verktaki í garðyrkju í mörg ár og starfar í dag sem blaðamaður og ráðgjafi í garðyrkju.
Vilmundur er höfundur bókanna Garðurinn allt árið og Árstíðirnar í garðinum.