mold.is | Rósir – gróðursetning og umhirða
7355
single,single-post,postid-7355,single-format-standard,ajax_fade,page_not_loaded,,wpb-js-composer js-comp-ver-4.1.2,vc_responsive
 

Blog

BentM-CRW_3347-2

Rósir – gróðursetning og umhirða

  |   Fróðleikur

Rósir dafna best í djúpum, næringarríkum og eilítið þurrum jarðvegi með sýrustigi milli 5,5 og 6,0. Sandblönduð mold (70% mold og 30% vikursandur.) hentar því vel fyrir þær. Rósir eru mis harðgerðar og sumar til dæmis, hansarós er bæði vind- og seltuþolin. Aðrar eru viðkvæmari, þurfa bæði sól og skjól yfir sumarið.

Viðkvæmustu rósirnar þurf gott skjól yfir vetrarmánuðina og því getur þurft að klæða þær með striga eða akríldúk. Einnig má rækta viðkvæmar rósir í potti og flytja þær í skjól yfir veturinn.

Bilið milli rósa við gróðursetningu fer eftir hæð þeirra og fyrirferð. Í flestum til fellum er hæfilegt bil milli garðrósa 80 til 100 sentímetrar. Þegar rósir eru gróðursettar er gott að bleyta rótina vel og ef um ágræddar rósir er að ræða þarf að planta þeim þannig að ágræðslustaðurinn sé um 10 sentímetra ofan í jörðinni.

Ekki er ráðlagt að bera mikið á rósir í einu heldur dreifa áburðagjöfinni yfir vaxtatímabilið og gefa lítið í einu, helst á að nota lífrænan áburð.

Best er að klippa um það leyti sem brumin byrja að þrútna. Velja skal hraust og kröftug brum og klippa rétt ofan við það. Með réttri klippingu má stjórna vaxtarlagi plöntunnar.

Höf. Vilmundur Hansen
Vilmundur Hansen er garðyrkjufræðingur og þjóðfræðingur, hann starfaði sem verktaki í garðyrkju í mörg ár og starfar í dag sem blaðamaður og ráðgjafi í garðyrkju.
Vilmundur er höfundur bókanna Garðurinn allt árið og Árstíðirnar í garðinum.